Fréttir

BJJ tímataflan- Haustið 2017

Mánudaginn 4.september tekur í gildi haust tímatafla í Jiu Jitsu hjá okkur í Fenri.
Eitthverjar mannabreytingar hafa verið núna í lok sumars, og óskum við brottfluttum góðs gengis á nýjum slóðum.

Ingþór BJJ yfirþjálfari tekur alfarið yfir starfinu, og honum til halds og trausts verður Vilhjálmur Arnarsson, sem einnig aðstoðar Ingþóri með barna- og unglingastarfið.

"BJJ framhaldstímar" verða klukkan 17:15 -18:15  og "BJJ Drills&Grunnur" tekur síðan við frá 18:15 til 19:15, en þeir tímar eru hugsaðir fyrir bæði byrjendur inn af götunni sem vilja byrja læra Jiu Jitsu, semog þeim allra lengst komnum sem vilja pússa uppá grunnatriðin og halda sér "ferskum".

Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga á þessum tímum, en skipulagt Open Mat, opið öllum, á hinum dögunum.
Allt fyrirkomulag verður svo útskýrt, og plön fyrir komandi tíma, í fyrstu tímunum.
(ATH ekki enn komið í stundarskrá)

Og til að rétta af þennan nýtilkomna kynjahalla hjá okkur í Jiu Jitsuinu, ætlum við að bjóða öllum stelpum að æfa Jiu Jitsu FRÍTT út september! Svo hóið saman vinkonuhópnum og alla vega prufið ;)