Barna- og Unglingastarf

Fenrir starfrækir barna- og unglingastarf fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-14 ára. Starfið er sett upp sem annarkerfi, með vor-, sumar og haust/vetrarönn. Skráningarblöðin á starfið bjóða bara upp á þá önn sem er í gangi að hverju sinni.

Eitt af markmiðum Fenris er að byggja upp sterkan kjarna hjá börnum og unglingum á svipuðum aldri, sem eiga erfitt með að fóta sig í hefðbundnum hópíþróttum. Fenrir leggur mikla áherslu á að allir iðkendur temji sér aga, beri virðingu fyrir þeim íþróttunum sem þau stunda, fyrir sjálfum sér og öðrum.

 

Kennt er í formi leikja sem þjálfa upp hreyfigetu og samhæfingu útlima sem er nauðsynlegur grunnur fyrir þær íþróttir sem við kennum. Kenndir eru þrír tímar á viku, klukkan 16:10 - 17:00 mánudaga þriðjudaga og fimmtudaga.

Einnig mun HFA bjóða upp á kennslu í diploma hnefaleikum. Sjá nánar hér.

Skráning í allt barnastarf er á heimasíðunni, á rauðu flipunum hér til hægri.

Stundaskrá má nálgast hér.

Verðskrá fyrir barna-og unglingastarf er að finna hér.

Barnastarf Fenris

  • Fenrir býður upp á greiðsludreifingu á kreditkorti meðan á önninni stendur.
  • Fenrir býður upp á systkinaafslátt sem er 25% fyrir annað barn og 50% fyrir þriðja barnið.
  • Iðkendur sem eru í kreditkortaáskrift hjá Fenri fá 25% afslátt fyrir börn sín í barnastarf Fenris.