Einkakennsla

Allir þjálfar Fenris bjóða uppá einkatíma í öllum okkar greinum hvortsem það er í Brasilísku Jiu Jitsu, Hnefaleikum eða styrkjast. grennast og komast í betra form með ketilbjöllum, lóðum, líkamsþyngdaræfingum og svo lengi mætti telja.

Hver þjálfari er með sína verðskrá og sinn sveigjanleika varðandi tíma dags hvenær hægt sé að skipuleggja æfingar eftir samkomulagi, en til þess að hafa samband við þjálfara má nálgast upplýsingar hér.

Einnig tekur Fenrir á móti hópum, hvort sem það eru vinnustaðir, skóli eða annað þá er hægt að skipuleggja allt frá einni klukkustund upp í helgar námskeið út fyrir bæinn.

Fyrir hóp í stakt skipti (allt í boði):

  • Fyrir 5-10 manns er það 1000kr. á mann
  • Fyrir 11-20 manns er það 900kr. á mann
  • Fyrir 21-30 manns er það 800kr. á mann

En allar nánari fyrirspurnir varðandi utanbæjarnámskeið sendist á fenrir@fenrirmma.is